Beint í efni

Persónuverndaryfirlýsing

Með persónuverndaryfirlýsingu þessari er greint frá því hvernig Ljósmæðrafélag Íslands, 560470-0299, Borgartúni 6 standa að vinnslu, s.s. söfnun, skráningu, vistun og miðlun persónugreinanlegra upplýsinga um einstaklinga (hér eftir einnig „þú“). Yfirlýsingin fjallar einkum um vinnslu persónuupplýsinga um félagsmenn LMFÍ og einstaklinga sem heimsækja vefsíðu félagsins, www.ljosmaedrafelag.is og www.ljosmodir.is hvort sem upplýsingarnar eru geymdar rafrænt, á pappír eða með öðrum hætti.

LMFÍ vinnur persónuupplýsingar í samræmi við gildandi persónuverndarlöggjöf á Íslandi á hverjum tíma, sem og viðkomandi gerðir samningsins um Evrópska efnahagssvæðið.

Persónuvernd er Ljósmæðrafélagi Íslands mikilvæg

Öflug persónuvernd er kappsmál og leggjum við mikla áherslu á að virða réttindi einstaklinga og að öll meðferð persónuupplýsinga sé ávallt í samræmi við gildandi regluverk á hverjum tíma, sem og í samræmi við bestu venjur.

Hvaða persónuupplýsingum safnar Ljósmæðrafélag Íslands um þig og hver er tilgangurinn með söfnuninni?

LMFÍ leggur áherslu á að vinna einungis þær persónuupplýsingar sem nauðsynlegar eru í samræmi við þann tilgang sem liggur að baki söfnun upplýsinganna. LMFÍ vinnur persónuupplýsingar ekki frekar í óskyldum tilgangi nema einstaklingi sé tilkynnt um slíkt og þá heimild sem vinnslan byggist á.

LMFÍ safnar, eins og við á hverju sinni, einkum eftirfarandi persónuupplýsingum:

  • auðkennis- og samskiptaupplýsingum, s.s. nafni og kennitölu, heimilisfangi, þjóðerni, tölvupósti, símanúmeri og eftir atvikum samskiptasögu
  • gögn tengd félagsmönnum við nýta sér þjónustu v. sjúkrasjóðs, styrktarsjóðs, orlofssjóðs, vísindasjóðs, starfsmenntunarsjóðs og starfsþróunarseturs háskólamanna.
  • fjármálaupplýsingum, s.s. greiðsluupplýsingum,eftir atvikum launaseðlum
  • stafrænum fótsporum, s.s. nethegðun
  • samtölum í gegnum samfélagsmiðla og á vefsíðu LMFÍ
  • upplýsingar í gegnum Þjóðskrá
  • upplýsingum í tengslum við val á markaðssetningu
  • upplýsingar um starfsleyfi félagsmanna frá embætti landlæknis

LMFÍ safnar einnig, eins og við á, eftirfarandi persónuupplýsingum sem gætu flokkast sem viðkvæmar persónuupplýsingar:

  • aðild að stéttarfélagi, eftir atvikum heilsufarsupplýsingar félagsmanna í tengslum við einstök mál.

LMFÍ vinnur persónuupplýsingar einkum í þeim tilgangi að:

  • reikna út félagsgjöld, iðgjöld í sjóði og meta réttindi félagsmanna
  • vera í samskiptum við og gæta hagsmuna félagsmanna, m.a. í gegnum póstlista sem tengjast starfsemi félagsins
  • senda út mikilvægar tilkynningar
  • stunda markaðssetningu
  • framkvæma greiningar á launatölfræði
  • greiða út úr vísindasjóði LMFÍ
  • sinna eigna- og öryggisvörslu
  • bregðast við fyrirspurnum, kvörtunum og hrósi frá einstaklingum
  • uppfylla lagaskyldu sem hvílir á LMFÍ svo sem í tengslum við bókhald og skil til skattayfirvalda
  • gera félagsmönnum LMFÍ kleift að kjósa í trúnaðarstörf innan LMFÍ

Þegar þú notar heimasíðuna okkar www.ljosmaedrafelag.is og www.ljosmodir.is söfnum við upplýsingum um notkun þína, þ.e. IP tölu, tegund eða útgáfu vafra sem þú notar, tímasetningu og tímalengd heimsóknar og hvaða undirsíður þú heimsækir innan heimasíðu LMFÍ. Hér má finna nánari upplýsingar um notkun okkar á vafrakökum (e. cookies). Vakni frekari spurningar má hafa samband við persónuverndarfulltrúa personuverndarfulltrui@bhm.is

Aðrar gagnlegar upplýsingar

Yfirferð og endurskoðun persónuverndaryfirlýsingar BHM

Persónuverndaryfirlýsing LMFÍ er endurskoðuð reglulega og uppfærð ef tilefni er til. Síðast var stefnan uppfærð þann 28.10.2019.