Meðgönguvernd
Öllum konum sem eru sjúkratryggðar á Íslandi stendur til boða meðgönguvernd
þeim að kostnaðarlausu.

Um meðgönguvernd heilbrigðra kvenna
Meðgönguvernd er í boði innan heilsugæslunnar fyrir þær konur sem eru
heilbrigðar en þær sem eru með sérhæfð vandamál er sinnt á sérhæfðum göngudeildum. Að
jafnaði skal fyrsta skoðun fara fram á 9-12. viku meðgöngu.Markmið meðgönguverndar er að gæta að og efla heilsu, vöxt og þroska
móður, barns og fjölskyldu með eftirliti, stuðningi og fræðslu. Einnig að greina og meðhöndla
frávik frá eðlilegri meðgöngu og væntanlegri fæðingu sem fyrst.
Í meðgönguverndinni er stuðst við gagnreyndar upplýsingar um bestu mögulegu þekkingu
um meðgönguvernd heilbrigðra kvenna sem ganga með eitt barn. Með þeim er fagfólki og
verðandi foreldrum gert auðvaldara að taka upplýstar ákvarðanir um meðferð sem byggð er
á gagnreyndri þekkingu. Sjá nánar klínískar leiðbeiningar um Meðgönguvernd heilbrigðra
kvenna í eðlilegri meðgöngu.
Lögð er áhersla á að gera konum kleift að taka upplýstar ákvarðanir um þá þjónustu sem hún
þiggur á meðgöngu. Sá heilbrigðisstarfsmaður sem annast konuna ber ábyrgð á að útskýra
valkosti og veita skýrar og óhlutdrægar upplýsingar. Einnig ber að virða þá ákvörðun sem
konan tekur og er það í samræmi við lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997 Lög um réttindi
sjúklinga nr.74/1997.
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðis
Heilsugæslustöðvar á þjónustusvæði Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis eru hverfaskiptarer varðar meðgönguvernd. Hver heilsugæslustöð sinnir barnshafandi konum sem búsettireru á þjónustusvæði stöðvarinnar eða hafa heimilislækni á stöðinni. Mæðraverndin ersinnt af ljósmæðrum og heimilislæknum og samráð er haft við fæðingarlækna ef þörf erá. Í bæklingnum Velkomin í meðgönguvernd má sjá nánar yfirlit yfir fjölda heimsókna ímeðgönguvernd og á hvaða tíma meðgöngunnar þær eru. Þar eru einnig upplýsingar um þærskimanir sem eru í boði og á hvaða tíma er mælt með að þær séu gerðar. Bæklingurinn ereinnig til á ensku. Hægt er að fá símaráðgjöf hjá ljósmóður á hverri stöð en einnig má finnafjölbreytt fræðsluefni um meðgöngu og fæðingu á fræðslusíðunni.
Námskeið um undirbúning fæðingar eru í boði á heilsugæslustöðvunum. Fleiri námskeið eru íboði á Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar.
Heilbrigðisstofnun Noðurlands Akureyri
Í mæðravernd er verðandi foreldrum boðið upp á að koma reglulega til viðtals og skoðunarhjá ljósmóður og í sumar komur einnig til heimilislæknis. Lögð er áhersla á að samaljósmóðirin sinni fjölskyldunni allan meðgöngutímann og heimilislæknir fjölskyldunnar tekureinnig þátt í mæðraverndinni meðal annars í tengslum við Nýja barnið sem beinist m.a. að þvíað meta þörf verðandi foreldra fyrir aukna þjónustu í mæðravernd.Fæðingarlæknar taka þáttí mæðraverndinni þar sem öllum verðandi mæðrum er boðið upp á sónarskoðun í kringum20. viku meðgöngu og sinna þeir eftirliti kvenna, sem af einhverjum ástæðum þurfa sérhæfteftirlit á meðgöngu.

Sérhæfð meðgönguvernd
Á Göngudeild mæðraverndar 22B, Landspítala fer fram almenn göngudeildarþjónusta
og bráðaþjónusta fyrir konur sem hafa sérstök vandamál á meðgöngu. Auk þess er veitt
bráðaþjónusta vegna vandamála á meðgöngu (eftir 13 vikur) og vegna sjúkdóma á fyrstu
vikum eftir fæðingu. Konur sem leita til deildarinnar þurfa að hafa tilvísun frá ljósmóður eða
lækni á heilsugæslustöð áður en komið er á mæðraverndina. Tilvísunar er ekki þörf ef um er
að ræða blæðingar eða verki eftir fyrstu 3 mánuði meðgöngu.
Dagönn er þjónusta sem mæðraverndin veitir og annast eftirlit vegna ýmissa fylgikvilla
meðgöngu, svo sem meðgöngueitrunar, minnkaðra hreyfinga, fjölburameðgöngu, fyrri
meðgöngusögu o.fl.
Meðgöngu- og sængurlegudeild 22A sinnir konum sem eru með vandamál á
meðgöngu sem þarfnast innlagnar á sjúkrahús. Má þar nefna háþrýsting á meðgöngu eða
meðgöngueitrun, hótandi fyrirburafæðing, blæðing og/eða verkir á meðgöngu ásamt ýmsum
sjúkdómum móður og síðkomin fósturlát.
Fósturskimanir og greiningar á meðgöngu
Fósturskimanir og fósturgreiningar eru framkvæmdar m.a á Fósurgreiningadeild Landspítala,
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Akureyri, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Heilbrigðsisstofnun
Vestfjarða, Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.