Beint í efni

Heimaþjónusta

Heimaþjónusta ljósmæðra

Heimaþjónusta ljósmæðra er liður í að veita heildræna þjónustu, en heildræn þjónusta er þegar veitt er samfelld þjónusta, eins og þegar sömu fagaðilar fylgja konu eftir meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Víðsvegar um landið er þegar veitt samfelld þjónusta. Oft annast sama ljósmóðir konuna í heimahúsi og sú sem annaðist eftirlit á meðgöngu.

Reynslan sýnir að þar sem heildræn þjónusta er veitt hefur heilbrigðisstarfsfólk betri yfirsýn yfir heilbrigðisferil og líðan móður og barns á meðgöngu, í fæðingu og í sængurlegu. Heildrænt eftirlit er því mikilvægur þáttur í heilsuvernd móður og barns, og í raun fjölskyldunnar allrar.

Ljósmæður athugið! Það hefur hent að ljómæður fari af stað í heimaþjónustu án þess á hafa sótt um aðild að samningi LMFÍ við Sjúkratrygginga Íslands. Samkvæmt þeim samningi aðild að smaningnum algjör forsenda þess að ljómæður fái greitt fyrir sína vinnu við heimaþjónustu. Einnig verður að hafa í huga að SÍ hefur allt að einn mánuð til að afgreiða umsókn um aðild og ljósmóðir verður að hafa gilda sjúklingatryggingu þegar sótt er um.

Samkvæmt Ljósmæðralögum hafa allar ljósmæður með ljósmæðraleyfi á Íslandi, rétt til þess að stunda ljósmóðurstörf hvar sem er á landinu, utan stofnana sem innan.

Konum gefst kostur á að fara heim af fæðingarstofnun innan 36-72 klst. frá fæðingu barns og njóta umönnunar ljósmóður í heimahúsi fyrstu 10 dagana frá fæðingu.

Bæklingur úr bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands um heimaþjónustu ljósmæðra

Samningar og leiðbeiningar

Heimaþjónusta ljósmæðra í sængurlegu og aðstoð við heimafæðingar er skjólstæðingum að kostnaðarlausu. Sjúkratryggingar Íslands greiða ljósmæðrum fyrir þessi störf samkvæmt samningi Sjúkratrygginga Íslands við ljósmæður.

Rammasamingur Sjúkratrygginga Íslands og ljósmæðra - gildir til 31.08.2025

Ljósmæður sem vilja starfa við heimaþjonustu þurfa að skila inn eftirfarandi til Sjúkratrygginga Íslands:

  1. Tilkynning um rekstur frá Landlæknisembættinu
  2. Staðfestingu á tryggingum frá tryggingarfélagi
  3. Íslensku Ljósmóðurleyfi
  4. Umsókn um aðild að rammasamningi Ljósmæðrafélags Íslands og Sjúkratrygginga Íslands


Fæði kona í heimahúsi, á hún rétt á sjúkradagpeningum frá Sjúkratryggingum Íslands. Umsókareyðublað og hvað þarf að fylgja má finna á heimasíðu sjúkratrygginga

Landlæknisembættið hefur gefið út faglegar leiðbeiningar um heimaþjónustu ljósmæðra og faglegar lágmarkskröfur heimaþjónustuljósmæðra, endurskoðuð útgáfa faglegara leiðbeininga kom út í apríl 2014.

Smellið hér til að nálgast faglegar leiðbeiningar

Smellið hér til að nálgast faglegar lágmarkskröfur

Klínískar leiðbeiningar um heimafæðingar í Noregi

Heimaþjónustuljósmæður

Listi yfir ljósmæður sem sinna heimaþjónustu á eftirfarandi svæðum.

Skráning ljósmæðra

Vinsamlegast sendið upplýsingar á vefstjóra: formadur@ljosmodir.is

Fyrir heimaþjónustu: Nafn, símanúmer, hverfi sem heimaþjónustu er sinnt.

Fyrir heimafæðingar: Nafn, símanúmer, netfang, landshluti sem heimafæðingum er sinnt.