Starfsþróunarsetur háskólamanna

Styrkir Starfsþróunarseturs háskólamanna til starfsþróunar á árinu 2013

 

Starfsþróunarsetur háskólamanna mun veita styrki vegna starfsþróunar frá 1. janúar 2013. Hægt verður að sækja um á heimasíðu BHM frá 1. febrúar 2013.

 

Rétt til að sækja um styrki til Starfsþróunarseturs hafa félagsmenn eftirfarandi aðildarfélaga BHM sem iðgjöld eru greidd fyrir til Starfsþróunarsetur háskólamanna:

Dýralæknafélag Íslands, Félag geislafræðinga, Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins, Félag íslenskra félagsvísindamanna, Félag íslenskra náttúrufræðinga, Félag lífeindafræðinga, Félagsráðgjafafélag Íslands, Fræðagarður, Iðjuþjálfafélag Íslands, Kjarafélag viðskipta- og hagfræðinga, Leikarafélag Íslands, Ljósmæðrafélag Íslands, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga, Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði, Stéttarfélag lögfræðinga, Sálfræðingafélag Íslands, Stéttarfélag sjúkraþjálfara og Þroskaþjálfafélag Íslands.

Hámarksupphæð styrkja er 370.000 kr. á hverjum 24 mánuðum.

  • Að jafnaði er skólagjald, námskeiðsgjald, ráðstefnugjald og ferðakostnaður styrkhæft og er samþykktur kostnaður upp að 250.000 kr. greiddur að fullu.
  • Greidd eru 80% samþykkts kostnaðar sem er á bilinu 250.000-400.000 kr.

 

Einnig hafa stofnanir, aðildarfélög BHM sem eiga aðild að setrinu og samningsaðilar rétt til að sækja um styrki til Starfsþróunarseturs.


Hér má sjá úthlutunarreglur Starfsþróunarseturs.