Rannsóknasjóður Ingibjargar R. Magnúsdóttur

Rannsóknasjóður Ingibjargar R. Magnúsdóttur styrkir meistara- og doktorsnema í hjúkrunar- og ljósmóðurfræðum.

Rannsóknasjóður Ingibjargar R. Magnúsdóttur var stofnaður 29. júní 2007 af Ingibjörgu R. Magnúsdóttur auk Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og Landspítalans. Ingibjörg er fyrrverandi námsbrautarstjóri í hjúkrunarfræði HÍ og fyrrverandi skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytinu. Hún hefur verið einn ötulasti talsmaður þróunar hjúkrunarmenntunar á Íslandi og var ein þeirra sem stóð að stofnun námsbrautar í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands árið 1973.

Sjá : http://sjodir.hi.is/rannsoknasjodur_ingibjargar_r_magnusdottur