Úthlutunarreglur

Úthlutunar- og starfsreglur Minningarsjóðs Jóhönnu F. Hrafnfjörð

 

Minningarsjóðurinn er í vörslu stjórnar Ljósmæðrafélags Íslands og með prókúru fer sitjandi gjaldkeri félagsins.
 

Tilgangur og markmið
 

Tilgangur og markmið Minningarsjóðsins er að styrkja einstaka sjóðsfélaga til að sækja námskeið innan lands sem utan eða til ákveðinna verkefna sem teljast til eflingar menntunar þeirra.
 

Sjóðsstjórn
 

Stjórn minningarsjóðsins er í höndum sjóðanefndar Ljósmæðrafélags Íslands. Sjóðanefnd skal skipuð af aðalfundi Ljósmæðrafélags Íslands til tveggja ára í senn og hana sitja þrír kjarafélagar LMFÍ auk formanns og gjaldkera félagsins. Nefndin setur sér úthlutunar- og starfsreglur  sem skulu samþykktar af aðalfundi og endurskoðaðar annað hvert ár.
 

Sjóðsaðild
 

Aðild að Minningarsjóði Jóhönnu F. Hrafnfjörð hafa allir skuldlausir félagar Ljósmæðrafélags Íslands. 
 

Tegundir styrkja
 

 • Styrkir til sí- og endurmenntunar ljósmæðra innan lands og utan.
 • Til ákveðinna verkefna sem teljast til endurmenntunar ljósmæðra.
  Til eflingar fræðilegrar þróunar í ljósmóðurfræði. 
 • Styrkir vegna tilfallandi kostnaðar við framahaldsmenntun s.s. prentkostanður, þýðingakostnaður, tölfræðiúrvinnsla, yfirlestur.
  Hvað er ekki styrkhæft
 • Styrkur vegna uppihalds, ferðar innan borga og sveitarfélaga, bílaleigubílar, launatap, námsgögn og kostanaður við öflun námsgagna.  
 • Aldrei eru greiddir hærri styrkir en sem nema framlögðum reikningum. 

Upplýsingar um umsóknir
 

 • Umsókn um styrk úr Minningarsjóðnum skal skilað á sérstöku eyðublaði sjóðsins sem hægt er að sækja á vefsíðu Ljósmæðrafélags Íslands.
 • Umsóknir þurfa að berast sjóðnum fyrir 1.nóvember ár hvert.
 • Umsóknir þurfa að vera vandaðar og þeim skulu fylgja reikningar fyrir útlögðum kostanði.
   

Áherslur og mat á umsóknum
 

 • Styrkir eru veittir þeim sem ekki eiga kost á að sækja í aðra sjóði. Til dæmis þeir aðilar sem ekki hafa rétt til úthlutunar eða hafa fullnýtt rétt sinn í öðrum sjóðum.
 • Upphæð styrkja ákvarðast af stöðu sjóðsins og fjölda umsókna hverju sinni.
   

Greiðsla styrkja
 

Styrkur er að jafnaði greiddur út gegn framvísun reikninga og kvittana fyrir greiðslu þeirra. Reikningur skal vera dagsettur á síðustu 12 mánuðum fyrir umsóknarfrest.

Sé styrks ekki vitjað fyrir 1. nóvember ári eftir úthlutun, lítur sjóðanefnd svo á að styrkvilyrðið falli niður.

 

Sjóðanefnd Ljósmæðrafélags Íslands – samþykkt á aðalfundi félagsins í mars 2017.