Hvers vegna kjarafélagi í LMFÍ?
Ljósmæðrafélag Íslands er hagsmuna félag ljósmæðra og einbeitir sér að hagsbótum fyrir ljósmæður og barnshafandi fjölskyldur.
Umsókn um kjarafélagsaðild
Hvað fæ ég fyrir að vera kjarafélagi í Ljósmæðrafélagi Íslands?
Kjarafélögum LMFÍ stendur til boða ráðgjöf og lögfræðileg aðstoð tengd starfi þeirra og kjörum.
Rannsókna- og þróunarsjóður LMFÍ er ætlaður til styrktar rannsóknum og framhaldsnámi í ljósmóðurfræðum.
Starfsmenntunarsjóður BHM: Kjarafélagar Ljósmæðrafélagsins eru sjóðfélagar í starfsmenntunarsjóði BHM og geta fengið úthlutað allt að 100.000 kr styrk til ráðstefna, námskeiða og náms, á tveggja ára fresti.
Styrktarsjóður BHM: Kjarafélagar Ljósmæðrafélagsins sem starfa á opinberum vinnumarkaði eru sjóðfélagar í styrktarsjóði BHM og geta sótt um styrki til t.d. gleraugnakaupa, tannviðgerða, líkamsræktar, meðferðar ofl.
Sjúkrasjóður BHM: Kjarafélagar Ljósmæðrafélagsins sem starfa á almennum vinnumarkaði eru sjóðfélagar í sjúkrasjóði BHM og geta sótt um styrki til t.d. gleraugnakaupa, tannviðgerða, líkamsræktar, meðferðar ofl., auk sjúkradagpeninga.
Orlofssjóður BHM: Kjarafélagar Ljósmæðrafélagsins eru sjóðfélagar í orlofssjóði BHM sem er stór og stöndugur orlofssjóður sem býður upp á marga orlofskosti hérlendis og erlendis.
Starfsþróunarsetur háskólamanna: Starfsþróunarsetur háskólamanna var sett á laggirnar í janúar 2012. Tilgangur þess er að stuðla að framgangi starfsmanna og auka og nýta þekkingu sína í starfi, bæta við og/eða endurnýja menntun sína.
Trúnaðarmaður þinn á vinnustað þínum er ljósmóðir sem þekkir vel sérstöðu ljósmóðurstarfa.
Félagsstörf: Greið leið til áhrifa í félagsstörfum fyrir þær sem hafa áhuga. Til að hafa kjörgengi í stjórn félagsins og kosningarétt innan þess, verður félagsmaður að vera kjarafélagi.
Lítið félag: Stuttar boðleiðir og greiður aðgangur að fólki innan félagsins.
Ljósmæðratöskur að láni hjá LMFÍ fyrir heimafæðingar.