Heimaþjónusta

Heimaþjónusta ljósmæðra er liður í að veita heildræna þjónustu, en heildræn þjónusta er þegar veitt er samfelld þjónusta, eins og þegar sömu fagaðilar fylgja konu eftir meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Víðsvegar um landið er þegar veitt samfelld þjónusta. Oft annast sama ljósmóðir konuna í heimahúsi og sú sem annaðist eftirlit á meðgöngu.

Reynslan sýnir að þar sem heildræn þjónusta er veitt hefur heilbrigðisstarfsfólk betri yfirsýn yfir heilbrigðisferil og líðan móður og barns á meðgöngu, í fæðingu og í sængurlegu. Heildrænt eftirlit er því mikilvægur þáttur í heilsuvernd móður og barns, og í raun fjölskyldunnar allrar.

Hér á síðunni undir Lög, samningar og leiðbeiningar má finna upplýsingaar fyrir ljósmæður sem vilja taka að sér heimaþjónustu.

Ljósmæður athugið! Það hefur hent að ljómæður fari af stað í heimaþjónustu án þess á hafa sótt um aðild að samningi LMFÍ við Sjúkratrygginga Íslands. Samkvæmt þeim samningi aðild að smaningnum algjör forsenda þess að ljómæður fái greitt fyrir sína vinnu við heimaþjónustu. Einnig verður að hafa í huga að SÍ hefur allt að einn mánuð til að afgreiða umsókn um aðild og ljósmóðir verður að hafa gilda sjúklingatryggingu þegar sótt er um.