Suðurnes

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) starfrækir þrjár heilsugæslustöðvar í Grindavík, Reykjanesbæ og Vogum. Einn fæðingarstaður er í umdæminu og er hann á Ljósmæðravakt HSS í Reykjanesbæ.

Meðgönguvernd

Meðgönguvernd er veitt af ljósmóður í Grindavík og á ljósmæðravakt HSS í Reykjanesbæ. Ljósmæðravaktin sinnir einnig göngudeildar- og símaþjónustu sem flokkar og sinnir því sem viðbúnaður stofnunarinnar veldur og vísar ella á viðeigandi þjónustustig. Samráð er haft við fæðingarlækna LSH ef þörf er á.

Fæðingarhjálp

Á ljósmæðravakt HSS er ljósmóðir á vakt allan sólahringinn. Allar konur í eðlilegri meðgöngu sem vænta eðlilegar fæðingar geta fætt á ljósmæðravakt HSS. Konur með þekkta áhættuþætti eða vandamál á meðgöngu fæða á LSH. Einnig þær sem vilja eiga kost á mænurótardeyfingu í fæðingu.

Sængurlega

Konur sem fæða á HSS geta valið um að liggja sængurlegu eða þiggja heimaþjónustu frá ljósmóður sem aukist hefur mikið síðustu ár. Konur frá suðurnesjum sem einhverra hluta vegna fæða ekki á HSS, eiga þess kost að liggja sængurlegu á ljósmæðravakt HSS ef þær koma beint af fæðingardeild viðkomandi fæðingarstaðar, án viðkomu á meðgöngu- og sængurlegudeild. Einnig eiga þær konur þess kost að fara beint í heimaþjónustu sem er sinnt af ljósmóður í heimabyggð.

Ljósmæður sinna ungbarnavernd ásamt hjúkrunarfræðingum. Einnig er starfandi brjóstagjafaráðgjafi á heilsugæslunni í Reykjanesbæ sem veitir sérhæfða brjóstagjafaráðgjöf.

 

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja