4.Norðurland

Heilbrigðisstofnanir eru sjö talsins á Norðurlandi; Heilbrigðisstofnunin Blönduósi (HSB) með sel á Skagaströnd, Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki (HSKrókur) með sel á Hofsósi, Sjúkrahúsið á Akureyri (FSA), Heilsugæslustöðin á Akureyri (HAK) með sel á Grenivík og í Grímsey, Heilsugæslustöðin Dalvík (HD) með sel í Hrísey, Heilbrigðisstofnunin Fjallabyggð (HSF) með starfsemi á Siglufirði og í Ólafsfirði, Heilbrigðisstofnun Þingeyinga (HeilÞing) á Húsavík með sel á Laugum og í Reykjahlíð og heilsugæslustöðvar á Kópaskeri, Raufarhöfn og Þórshöfn. Fæðingadeildir eru tvær, á Sauðárkróki og á Akureyri (FSA) sem er stærsta fæðingardeild landsins utan höfuðborgarsvæðisins.

Meðgönguvernd

Meðgönguvernd er veitt af ljósmæðrum á öllum heilsugæslustöðvum umdæmisins og fyrir konur í áhættumeðgöngu er meðgönguvernd veitt á FSA. Ómskoðanir og sérhæfðar fósturskimanir eru gerðar á FSA. Á Sauðárkróki er kostur á ómskoðunum og einnig á Siglufirði ef nauðsyn krefst.

Fæðingarhjálp

Norðurlandsumdæmi er stórt og dreifbýlt, vegalengdir eru miklar og yfir fjallvegi að fara. Aðeins tveir fæðingarstaðir eru í umdæminu fyrir utan heimafæðingar sem eru nokkrar á ári, aðallega á Akureyri. Nú á vordögum 2010 var sólarhringsþjónusta ljósmóður lögð niður á Sauðárkróki og verða konur þar því að sækja fæðingarþjónustu til Akureyrar utan dagvinnutíma. Rúmlega þriðjungur þeirra kvenna sem fæða á Akureyri eru þaðan, aðrar hafa um mislangan veg að fara. Að sumarlagi koma flestar konur í eigin bíl þegar sótt byrjar en á veturna koma konur fyrir fæðinguna til dvalar á Akureyri. Dæmi eru um að þær þurfi þá að leigja húsnæði, enda eina Rauðakross íbúðin á Akureyri umsetin. Stundum fylgir þessu mikil röskun á fjölskyldulífi og þarf maki jafnvel að nýta feðraorlof sitt til þessa eða taka frí frá vinnu með tilheyrandi tekjumissi. Óöryggi skapast hjá konum þar sem erfitt er fyrir þær að meta hvenær tími sé kominn til að leggjast í ferðalög til Akureyrar enda öllu jöfnu ekki hægt að segja til um það hvaða dag börn fæðast.Fæðingardeild FSA er hjartað í barneignarþjónustu á Norðurlandi. Þangað leita konur af öllu svæðinu svo og konur frá Austurlandi. Við skerðingu þjónustu í heimabyggð eins og nýlega varð á Sauðárkróki og á Húsavík fyrir nokkrum árum, hefur álag á símaþjónustu FSA aukist. Því minni sem þjónusta ljósmæðra er úti í byggðarlögunum því meira þurfa konur að leita á FSA, auk þess sem konur þurfa frekar að liggja sængurlegu þar. Þessar breytingar hafa í för með sér aukin umsvif fæðingardeildar FSA þó að ljósmæður séu fyrir hendi á minni stöðum og geti veitt þjónustuna í heimabyggð.

Sængurlega

hefur þrýstingur aukist frá heilbrigðisstofnunum á að konur þiggi heimaþjónustu. Á sumum heilsugæslustöðvum umdæmisins sinna ljósmæður einnig ungbarnavernd.
Á FSA er einnig starfandi brjóstaráðgjafi í 10% stöðu sem veitir sérhæfðari aðstoð og fræðslu um brjóstagjöf.

Heimasíður

Heilbrigðisstofnunin Blönduósi

Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki

Sjúkrahúsið á Akureyri

Heilsugæslustöðin á Akureyri

Heilbrigðisstofnun Þingeyinga

Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar