Þjónustustaðir


Þjónustustig og starfsaðstæður

 


Flokkun fæðingadeilda eftir núverandi skipulagi

 


A Sérhæfð kvennadeild fyrir áhættumeðgöngu og fæðingu á sjúkahúsi þar sem ljósmæður, fæðinga- og kvensjúkdómalæknar starfa. Aðgangur að skurðstofu þar sem svæfingalæknir er á sólarhringsvakt. Sérhæfð þjónusta nýburalækna og hjúkrunarfræðinga fyrir nýbura frá og með 22 vikna meðgöngu allan sólarhringinn. (Landspítalinn)


Landspítalinn (LSH)

 


B Sérhæfð kvennadeild fyrir áhættumeðgöngu og fæðingu á sjúkahúsi þar sem ljósmæður og fæðinga- og kvensjúkdómalæknar starfa. Aðgangur að skurðstofu þar sem svæfingarlæknir er á sólarhringsvakt. Þjónusta barnalækna og hjúkrunarfræðinga fyrir nýbura eftir 34 vikna meðgöngu allan sólarhringinn. (Sjúkrahúsið á Akureyri)


Sjúkrahúsið á Akureyri (FSA)


C 1 Millistærð á fæðingardeild þar sem auk ljósmæðra starfa fæðinga- og kvensjúkdómalæknir og/eða skurðlæknir sem hefur þjálfun í bráða- fæðingarhjálp, áhaldafæðingum og keisaraskurði. Hægt er að bjóða upp á framköllun fæðinga og mænurótardeyfingu. Bráðaaðgangur að skurðstofu með svæfingarlækni allan sólarhringinn. Aðgangur að fæðingarstað með þjónustustig A - B.


Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi (HVE) Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði (HVEST) Heilbrigðisstofnun Austurlands í Neskaupstað (FSN) Heilbrigðisstofnunin Vestmannaeyjum (HSV)


C 2 Millistærð á fæðingadeild þar sem auk ljósmæðra starfa fæðinga- og kvensjúkdómalæknir og/eða skurðlæknir sem hefur þjálfun í bráðafæðingarhjálp, áhaldafæðingum og keisaraskurði. Ekki aðgangur að skurðstofu og svæfingalækni allan sólarhringinn Aðgangur að fæðingarstað með þjónustustig A - B.

 


D 1 Lítil fæðingardeild á heilbrigðisstofnun þar sem auk ljósmæðra starfa heilsugæslulæknar. Aðgangur að fæðingarstað með þjónustustig A - C


Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki (HSKrókur) Heilbrigðisstofnun Suðurlands Selfossi (HSu)* Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Keflavík (HSS)** 15***


D 2 Heimafæðing þar sem ljósmóðir starfar og hefur aðgang að fæðingarstað með þjónustustig A - C.


Heilbrigðisstofnun Suðausturlands Höfn (HSSA) Heimafæðingar