Skipulagning ljósmæðraþjónust á landsvísu
Íslenskar ljósmæður leggja sig fram við að veita faglega og heildræna þjónustu við verðandi og nýbakaðar mæður. Heildræn þjónusta er þegar veitt er samfelld þjónusta, eins og þegar sömu fagaðilar fylgja konu eftir meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Víðsvegar um landið er þegar veitt samfelld þjónusta. Oft annast sama ljósmóðir konuna í heimahúsi og sú sem annaðist eftirlit á meðgöngu.
Reynslan sýnir að þar sem heildræn þjónusta er veitt hefur heilbrigðisstarfsfólk betri yfirsýn yfir heilbrigðisferil og líðan móður og barns á meðgöngu, í fæðingu og í sængurlegu. Heildrænt eftirlit er því mikilvægur þáttur í heilsuvernd móður og barns, og í raun fjölskyldunnar allrar.
Landinu er skipt í sjö heilbrigðisumdæmi

Flokkun Landlæknisembættisins á viðbúnaði fæðingarstaða
Þjónustustig og starfsaðstæður
A
Sérhæfð kvennadeild fyrir áhættumeðgöngu og fæðingu á sjúkahúsi þar sem
ljósmæður, fæðinga- og kvensjúkdómalæknar starfa. Aðgangur að skurðstofu þar sem
svæfingalæknir er á sólarhringsvakt. Sérhæfð þjónusta nýburalækna og
hjúkrunarfræðinga fyrir nýbura frá og með 22 vikna meðgöngu allan sólarhringinn.
Landspítalinn.
B
Sérhæfð kvennadeild fyrir áhættumeðgöngu og fæðingu á sjúkahúsi þar sem
ljósmæður og fæðinga- og kvensjúkdómalæknar starfa. Aðgangur að skurðstofu þar
sem svæfingarlæknir er á sólarhringsvakt. Þjónusta barnalækna og hjúkrunarfræðinga
fyrir nýbura eftir 34 vikna meðgöngu allan sólarhringinn.
Sjúkrahúsið á Akureyri.
C 1
Millistærð á fæðingardeild þar sem auk ljósmæðra starfa fæðinga- og kvensjúkdómalæknir
og/eða skurðlæknir sem hefur þjálfun í bráða- fæðingarhjálp, áhaldafæðingum
og keisaraskurði. Hægt er að bjóða upp á framköllun fæðinga og mænurótardeyfingu.
Bráðaaðgangur að skurðstofu með svæfingarlækni allan sólarhringinn.
Aðgangur að fæðingarstað með þjónustustig A - B.
Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði
Heilbrigðisstofnun Austurlands í Neskaupstað
C 2
Millistærð á fæðingadeild þar sem auk ljósmæðra starfa fæðinga- og kvensjúkdómalæknir
og/eða skurðlæknir sem hefur þjálfun í bráðafæðingarhjálp, áhaldafæðingum og
keisaraskurði. Ekki aðgangur að skurðstofu og svæfingalækni allan sólarhringinn.
Aðgangur að fæðingarstað með þjónustustig A - B.
D 1
Lítil fæðingardeild á heilbrigðisstofnun þar sem auk ljósmæðra starfa heilsugæslulæknar.
Aðgangur að fæðingarstað með þjónustustig A – C.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Selfossi
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Vestmannaeyjum
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Keflavík
D 2
Heimafæðing þar sem ljósmóðir starfar og hefur aðgang að fæðingarstað með
þjónustustig A - C.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Höfn
Fæðingarstofa Bjarkarinnar
Heimafæðingar
Nánari upplýsingar:
Leiðbeiningar um val á fæðingarstað
Barneignarþjónusta á Íslandi 2010