Lög og reglugerðir

Hér má finna tengla í þau lög sem tengjast verksviði ljósmæðra á Íslandi:

Lög um heilbrigðisstarfsmenn sem taka gildi 1. janúar 2013

Reglugerð um ljósmæður sem tekur gildi 1. janúar 2013

 

Skýring á nýrri reglugerð um ljósmæður - nýtt

 

Lög og reglugerðir sem falla undir Heilbrigðisráðuneytið

Barnaverndarlög

Reglugerð um heilsugæslustöðvar

Lög um heilbrigðisþjónustu

 

Eldri lög og relgugerðir

Ljósmæðralögin

Ljósmæðrareglugerðin

 

Þann 1. janúar 2013 tekur gildi ný heildarlöggjöf um heilbrigðisstarfsmenn sem samþykkt var á Alþingi síðastliðið vor. Þar með falla niður lög og reglugerðir sem gilt hafa um einstakar heilbrigðisstéttir en í þeirra stað verða settar reglugerðir um hverja stétt á grundvelli nýju löggjafarinnar.

Reglugerðirnar hafa verið unnar í velferðarráðuneytinu í samstarfi við Embætti landlæknis. Þær eru að verulegu leyti byggðar á gildandi lögum og reglugerðum um heilbrigðisstéttir en eru jafnframt lagaðar að ákvæðum nýrra laga um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012.

Uppbygging reglugerðanna um stéttirnar þrjátíu og þrjár er svipuð í meginatriðum. Í fyrsta kafla þeirra eru almenn ákvæði um starfsleyfi og í öðrum kafla er fjallað um starfsleyfið, skilyrði fyrir veitingu þess og kröfur um umsagnir vegna útgáfu þeirra. Í þriðja kafla þeirra reglugerða sem einungis kveða á um almennt starfsleyfi eru ákvæði um réttindi og skyldur viðkomandi heilbrigðisstétta og eru þau samhljóða ákvæðum laganna um heilbrigðisstarfsmenn. Í þriðja kafla þeirra reglugerða sem fjalla um veitingu sérfræðileyfis eru tilgreind ákvæði og skilyrði fyrir veitingu slíkra leyfa. Ein ný stétt bætist í hóp þeirra stétta sem sótt geta um sérfræðileyfi en það eru ljósmæður sem geta eftir setningu reglugerðar sótt um slíkt leyfi.

Loks er í reglugerðunum sérstakur kafli með ákvæðum um gjaldtöku vegna umsókna um starfsleyfi og sérfræðileyfi. Er þar um að ræða gjald fyrir hvers konar umsýslu Embættis landlæknis vegna umsókna um starfsleyfi og sérfræðileyfi og gjald vegna prófa í faglegri þekkingu og færni. Nýmæli er að heimila að leggja slík próf fyrir og er miðað við að það sé gert af viðkomandi menntastofnun í samvinnu við Embætti landlæknis.

Kynning á reglugerð um ljósmæður