Ljósmæðranámið

Skipuleg kennsla í ljósmóðurfræði hefur verið á Íslandi frá 1761. Árið 1996 var nám í ljósmóðurfræði fært til Háskóla Íslands. Námið er 60 eininga sérhæft nám eftir fyrstu háskólagráðu (B.S.-gráðu í hjúkrunarfræði) og tekur tvö ár. Inntökuskilyrði í dag í ljósmóðurnám er viðurkennt próf í hjúkrunarfræði í því landi sem nám var stundað og íslenskt hjúkrunarleyfi frá heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti. Ljósmóðurnám felur í sér vísindalega starfsþjálfun sem lýkur með embættisprófi (candidate obstetriciorum). Það tryggir starfsréttindi eftir að sótt hefur verið um ljósmóðurleyfi til heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis.

Embættispróf í Ljósmóðurfræði er lögum samkvæmt, nám til annarar háskólagráðu og því lagt að jöfnu við mastersgráðu. (3.mgr. 9.gr. laga nr. 136/1997 um háskóla og auglýsing nr. 87/2002).

Nám í ljósmóðurfræðum á Íslandi er í dag 2ja ára nám að loknu BS prófi í hjúkrunarfræði eða sambærilegri menntun.
Frekari upplýsingar um nám í ljósmóðurfræði á Íslandi er að finna á vef háskóla íslands: Nám í ljósmóðurfræði - ljósmóðurfræði