Upplýsingar til atvinnurekenda

Greiðslur til sjóða og félagsgjöld LMFÍ

Félagsgjöld í Ljósmæðrafélag Íslands eru reiknuð af heildarvinnulaunum, nema að annað sé tekið fram.
Ljósmæðrafélag Íslands (LMFÍ) Nr. 610, kt:560470-0299,  1,45%


Hér er að finna upplýsingar um greiðslur sem standa þarf skil á til sjóða í vörslu BHM og aðildarfélaga bandalagsins. Einnig leiðbeiningar um skilaleiðir.

Hvernig á að ganga frá skilagreinum?

Iðgjaldaskil

Launagreiðendum ber að senda skilagreinar fyrir hvern mánuð með sundurliðun á öllum iðgjöldum til sjóða og stéttarfélaga fyrir hvern launþega til BHM, fyrir 10. hvers mánaðar. Nauðsynlegt er að rétt númer og heiti stéttarfélags komi fram á hverri skilagrein. 

Krafa myndast í netbanka launagreiðanda þegar skilagrein hefur borist og hún hefur verið bókuð þ.e. í lok dags. Eigi greiðsla sér ekki stað fyrir eindaga eru reiknaðir dráttarvextir frá gjalddaga til greiðsludags.
Gjalddagi er 15. dagur næsta mánaðar eftir útborgunarmánuð en eindagi síðasti virki dagur þess mánaðar.

Bankareikningur BHM v/iðgjalda 0336-26-50000 kt. 630387-2569.

 

Skil úr launakerfi

  • Senda má skilagrein rafrænt með XML í gegnum síðuna skilagrein.is eða með SAL færslu á netfangið skbib@bhm.is. Launþeginn verður að vera merktur með réttu stéttarfélagsnúmeri, réttum innheimtuaðila og gildum færslutegundum svo hægt sé að senda rafrænt. BHM úthlutar ekki notendanafni/lykilorði, launagreiðandi getur stofnað sitt eigið.

Skilagreinaform frá BHM

  • Skilagrein á pdf-formi.  Hægt er að fylla formið út og senda með tölvupósti með því að smella á "senda" (gulur hnappur) efst í horni hægra megin og þá á að opnast gluggi með 2 sendingarmöguleikum. ATH - nota verður vafrann "Internet Explorer".

Tölvupóstur, bréfpóstur og fax

  • Netfang fyrir skilagreinar: skbib@bhm.is.  Viðhengi með tölvupósti geta t.d. verið á Excel-, Word-eða pdf-formi. 
  • Póstfang fyrir skilagreinar sem berast í bréfpósti:  Bandalag háskólamanna v/BIB, Borgartúni 6, 105 Reykjavík

  • Faxnúmer: 595 5101

 

Greiðslur í sjóði

Geta verið mismunandi eftir kjarasamningum:


Ríki og sjálfseignastofnanir sem byggja á ríkissamningi

 Sjóður  Iðgjald af heildarlaunum
 Styrktarsjóður BHM  0,55%
 Orlofssjóður BHM  0,25%
 Starfsmenntunarsjóður BHM  0,22%
 Starfsþróunarsetur háskólamanna   0,70%

Framlag í VIRK, starfsendurhæfingasjóð er 0,10% af heildarlaunum og er innheimt af LSR.


Sveitarfélög

Starfsþróunasetur háskólamanna
0,70% af heildarlaunum
Styrktarsjóður BHM  0,55%  af heildarlaunum
Orlofssjóður BHM  0,25% af heildarlaunum
Starfsmenntunarsjóður BHM              0,22% 
Vísindasjóðir stéttarfélaga  1,5% af dagvinnulaunum

Framlag í VIRK, starfsendurhæfingasjóð er 0,1% af heildarlaunum og er innheimt af lífeyrissjóði.Reykjavíkurborg

 Sjóður  Iðgjald
 Styrktarsjóður BHM  0,55% af heildarlaunum
 Orlofssjóður BHM  0,25% af heildarlaunum
 Starfsmenntunarsjóður BHM             0,22% af dagvinnulaunum
 Vísindasjóðir stéttarfélaga  1,5% af dagvinnulaunum

Framlag í VIRK, starfsendurhæfingasjóð er 0,10% af heildarlaunum og er innheimt af lífeyrissjóði.Almennur vinnumarkaður

 Sjóður  Iðgjald af heildarlaunum
Sjúkrasjóður BHM  1%
Orlofssjóður BHM  0,25%
Starfsmenntunarsjóður BHM             0,22% 
Starfsþróunarsetur háskólamanna  0,70% valkvætt gjald

Framlag í VIRK, starfsendurhæfingasjóð er 0,10% af heildarlaunum og er innheimt af lífeyrissjóði.Sjálfstætt starfandi

 Sjóður  Iðgjald af heildarlaunum
 Sjúkrasjóður BHM  1%
 Orlofssjóður BHM  0,25% valkvætt gjald
 Starfsmenntunarsjóður BHM  0,22% valkvætt gjald
 Starfsþróunarsetur háskólamanna  0,70% valkvætt gjald

Framlag í VIRK, starfsendurhæfingasjóð er 0,10% af heildarlaunum og er innheimt af lífeyrissjóði.