Laus störf

Ljósmóðir á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands, Hornafirði 

Laus er til umsóknar staða ljósmóður við Heilbrigðisstofnun Suðausturlands Hornafirði. Ljósmóðir sinnir mæðra- og ungbarna vernd á heilsugæslustöð ásamt því að sinna almennum hjúkrunar störfum. Á stofnuninni er fæðingardeild með skilgreint þjónustustig D1.

Tekið er fagnandi á móti öllum fyrirspurnum og upplýsingar veita Matthildur Ásmundardóttur, framkvæmdastjóri matthildur@hssa.is, og Ester Þorvaldsdóttir, hjúkrunarstjóri heilsugæslu, ester@hssa.is,  í síma 470-8600. Upplýsingar er einnig að finna á heimasíðu heilbrigðisstofnunarinnar www.hssa.is. Umsóknafrestur er 1. des og umsóknir skulu sendar til framkvæmdastjóra.  

Heilbrigðisstofnunin er rekin af Sveitarfélaginu Hornafirði með þjónustusamning við ríkið og eru íbúar Sveitarfélagsins um 2.200. Hornafjörður er fjölskylduvænt og blómstrandi samfélag í ríki Vatnajökuls. Auk stórkostlegrar náttúru og útsýnis sem á sér vart hliðstæðu er á Hornafirði að finna fjölbreytta þjónustu og afþreyingu sundlaug, söfn og sýningar, golfvöll og margt fleira. Heimasíða sveitarfélagsins er www.hornafjordur.is.

Auglýsa Störf

Hafðu samband við skrifstofa@ljosmodir.is ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér laust starf.