Nálastungunámskeið 2026
Næsta nálastungunámskeið verður haldið í byrjun árs 2026.
(ATH námskeiðið er orðið fullt en hægt er að skrá sig á biðlista).
Námskeiðið stendur i samtals 6 daga alls og skiptist í 2 hluta, þar sem fyrri hlutinn er 4 dagar og seinni hlutinn er 2 dagar.
Fyrri hlutinn verður haldin 23-24. febrúar (mán-þri) og 26-27. febrúar (fim-fös).
Seinni hluti námskeiðsins verður svo haldin 9-10. apríl (fim-fös).
Námskeiðið stendur frá kl. 08.00-16.00 alla daga.
Ekki er mælt með því að taka vaktir á meðan á námskeiðinu stendur.
Námskeiðið kostar 200.000 kr. fyrir kjarafélaga LMFÍ og er að fullu styrkhæft hjá BHM. Fyrir ljósmæður sem standa utan LMFÍ kostar námskeiðið 230.000 kr.
Öll kennslugögn eru innifalin.
Lágmarksfjöldi þátttakenda er 10 manns og hámarksfjöldi 14 manns.
Skráning fer fram hjá LMFÍ með því að senda póst á netfangið formadur@ljosmodir.is
Staðfestingargjald er 50.000 kjarafélagar/60.000 aðrir og greiðst við staðfestingu á skráningu. Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt.
Lokagreiðsla þarf að hafa borist félaginu fyrir 15. janúar 2026.
