Brjóstagjafaráðgjöf

Konur eiga rétt á 2 vitjunum brjóstagjafaráðgjafa innan 14 daga frá fæðingu barns samkvæmt rammasamning ljósmæðra við sjúkratryggingar Íslands. Þessar vitjanir eru aukalega við þær vitjanir sem konan hefur rétt á frá sinni heimaþjónustuljósmóður. 

Vitjun brjóstagjafaráðgjafa eftir fæðingu (gjaldliður nr. 76 í rammasamningi)
Heimilt er að nota gjaldliðinn fyrir sængurkonu sem á við alvarleg brjóstagjafavandamál (s.s. sýkingar, erfið sár, sogvillu) að etja eftir fæðingu og þarf sérstaka ráðgjöf frá sérmenntuðum brjóstagjafaráðgjafa að mati ljósmóður sængurkonunnar. Brjóstagjafaráðgjafi skal skila greinagerð um ráðgjöfina sbr. fylgiskjali V. Brjóstagjafaráðgjafa mega þeir einir titla sig sem hafa lokið alþjóðlegu prófi á vegum The International Board of Lactation Consulant Examiners og hafa haldið þeim réttindum við.

Ljósmæður með réttindi sem brjóstagjafaráðgjafar sem sinna vitjunum á meðan heimaþjónustu stendur og eru á samningi hjá Sjúkratryggingum Íslands:

 Nafn  Sími  Svæði/póstnúmer
 Hildur Ármannsdóttir  698-4379  Hafnarfjörður, Garðabær og Álftanes
 Hallfríður Kristín Jónsdóttir (Fríða)  861-9967  170-107-101 Rvk
 Hulda S. Þórðardóttir  897-0855  Allt höfuðborgarsvæðið
 Ingibjörg Eiríksdóttir  698-8610  Grafarvogur, 109,110,112,113 Rvk
 Ingigerður Guðbjörnsdóttir  821-1481  Grafarvogur, Mosfellsbær, Mosfellsumdæmi,
 270-276, Kjalarnes R-116
 Sigríður Haraldsdóttir  867-9129  Kópavogur
 Þórunn Pálsdóttir  698-2431   Kópavogur