Alþjóðadagur ljósmæðra

Alþjóðadagur ljósmæðra

Við ætlum að fagna alþjóðadegi ljósmæðra 5. maí 2018 með aðeins öðrum hætti en verið hefur. Norðurlandsdeild LMFÍ ætlar að sjá um ráðstefnuna okkar að þessu sinni. Svo skemmtilega vill til að Norðurlandsdeild LMFÍ fagnar 50 ára afmæli sínu 2018 og ætlum við því að slá þessum tveimur viðburðum saman og halda daginn á Akureyri og fagna um leið afmæli deildarinnar með stöllum okkar fyrir norðan og vonandi allsstaðar að af landinu. Takið daginn endilega frá.