Við viljum vekja athygli á því að skráning er hafin á næstu Fræðadaga sem verða haldnir í sjötta sinn þann 6. og 7. nóvember n.k. á Grand Hóteli í Reykjavík.
Dagskráin er fjölbreytt að vanda en í boði eru 9 málstofur um afmörkuð efni og nokkur aðalerindi.
Á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eru nánari upplýsingar um dagskrá, verð og fyrirkomulag. Þar er líka hægt að skrá sig á Fræðadagana, sjá slóð: http://www.heilsugaeslan.is/kennsla-verklag-visindi/fraedadagar-2014/
Ráðstefnugestir í fyrra voru beðnir um endurgjöf á ráðstefnuna og tæplega 97% þeirra sem svöruðu líkaði mjög vel eða vel við dagskrána. Sérstaklega ánægjulegt var einnig að sjá að ráðstefnugestum fannst erindi á ráðstefnunni koma til með að hafa áhrif á störf sín og bæta þjónustu við skjólstæðinga. Við erum bjartsýn á að jafnmikil ánægja verði með dagskrána í ár.