Nýstofnað félag áhugakvenna um breytingaskeiðið stendur fyrir ráðstefnu í Hörpu þriðjudaginn 6. maí næstkomandi milli klukkan 13 og 17. Formaður félagsins er Edda Arinbjarnar félagsfræðingur, varaformaður er Margrét Jónsdóttir Njarðvík spænskufræðingur og ferðaskrifstofueigandi og gjaldkeri er Eyrún Ingadóttir rithöfundur og sagnfræðingur.
