Á alþjóðadegi ljósmæðra þann 5. maí síðast liðinn opnaði sýningin "Við tökum vel á móti þér" Ljósmæðrafélag Íslands 100 ára í Þjóðarbókhlöðu. Þar er farið yfir helstu punkta úr starfi félagsins. Sýningin verður opin út árið. Kjörgripur júní mánaðar á safninu verður Ljósmæðrablaðið. Hvetjum alla til að fara og skoða þessa skemmtilegu litlu sýningu.