Foreldrar í vanda – börn í vanda – forsenda lífshæfni Þverstofnanaleg námsstefna

Foreldrar í vanda – börn í vanda – forsenda lífshæfni Þverstofnanaleg námsstefna

Foreldrar í vanda – börn í vanda

Heilbrigð frumtengsl – forsenda lífshæfni

Þverstofnanaleg námstefna - Sameiginleg sýn

Verður haldin í  Iðnó 24. október 2014   

frá kl. 8.30 - 16.00

Fundarstjóri:  Steinunn Bergmann félagsráðgjafi frá Barnaverndarstofu

 

8.30-9.00:  Skráning

9.00-9.10:  Hulda Guðmundsdóttir hópsálgreinir  býður gesti velkomna

9.10-9.20: Tónlistaratriði: Þóra Einarsdóttir söngkona

9.30-10.50 Guðbrandur Árni Ísberg sálfræðingur: “Þroskinn á sér stað í nándinni - af hverju nándin er nauðsynleg fyrir eðlilegan heilaþroska” (erindið er flutt á íslensku) (1)

10.50-11.10 KAFFI

11.10-11.30 Sigrún Daníelsdóttir sálfræðingur og verkefnastjóri hjá Landlæknisembættinu:  Evrópskt samvinnu-verkefni um geðheilsu barna: Joint Action for Mental Health and Wellbeing (erindið er flutt á íslensku) (2)  

11.30-12.15  Cath Coucill, public health nurse frá UK: Solihull Approach- Overview of the theories (erindið er flutt á ensku) (3)

12.15-13.15 HÁDEGISHLÉ

13.15-14.00 Cath Coucill : The experience of embedding the Solihull Approach across Children, Young People and family services in Lancashire (erindið er flutt á ensku)

14.00-15.15 Þátttakendur  skipta sér hópa með fulltrúum frá sem flestum stofnunum í hverjum hópi til að ræða tillögur um hvernig má bæta samstarf stofnana sem koma að málefnum ungra barna og fjölskyldna þeirra.

15.15-16.00 Kynningar á niðurstöðum hópavinnu  og skipun þverstofnanalegs vinnuhóps sem mun fylgja eftir tillögum sem koma fram í hópavinnunni.  

Sjá nánar (1) (2) (3)  hér að neðan (bls 2) upplýsingar um fyrirlesara og erindin.

Skráning á netfang fmb@landspitali.is   (þátttökugjald er kr. 5000)

 

(1) John Bowlby, upphafsmaður tengslakenningarinnar, hélt því fram að grunnur eðlilegs þroska væri það öryggi og sú umhyggja sem móðirin sýnir barni sínu. Seinni tíma forgöngumenn innan nútíma þróunarsálarfræði, eins og Daniel Stern, og Colwyn Trevarthen notfærðu sér hina nýju tækni sem vídeomyndavélar buðu uppá á áttunda áratug síðustu aldar, til að skoða samskipti móður og barns myndramma fyrir myndramma. Niðurstöðurnar sýndu nokkuð sem ekki var vitað áður, að móðir og barn eru stöðugt í því að samhæfa sig hreyfingum hvors annars.

Undanfarna áratugi hafa rannsóknir innan taugavísinda sýnt að þessi samstilling móður og barns gegnir því hlutverki að tengja þróað taugakerfi móður við vanþróað taugakerfi barnsins og hjálpa því þar með að þroska með sér þá fjölþættu getu og eiginleika sem liggja til grundvallar eðlilegum þroska. Jafnframt vitum við í dag að sú umhyggja sem býr að baki eðlilegum þroska byggist á innlifun umsjáraðila og að skortur á henni truflar eðlilegan þroska.

Auk ofangreindra atriða fjallar Guðbrandur Árni um kenningu innan þróunarsálarfræðinnar sem á dönsku nefnist “neuroaffektiv udviklingspsykologi” (á ensku developmental neuroaffective psychology). Þessi kenning hefur að markmiði að tengja saman nútíma taugavísindi við þróunarsálarfræði og tengslakenninguna. Markmiðið er að sýna fram á nauðsyn innlifunar fyrir eðlilegan þroska.

Um Guðbrand ÁrnaGuðbrandur Árni útskrifaðist frá Árósarháskóla árið 1999. Í Danmörku vann hann lengst af á stofnun fyrir börn í vanda og fjölskyldur þeirra. Eftir heimkomu til Íslands árið 2007 vann hann í nokkur ár sem skólasálfræðingur og í Forvarnar- og meðferðarteymi barna við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Síðustu árin hefur Guðbrandur Árni verið í fullu starfi við Sálfræðiráðgjöfina í Reykjavík og sinnt þar meðferð jafnt barna sem fullorðinna. Haustið 2013 kom fyrsta bók Guðbrandar Árna “Í nándinni – innlifun og umhyggja” út hjá Forlaginu. Bókin fjallar um gildi innlifunar fyrir nærandi og uppbyggjandi samskipti og heilbrigðan þroska. Í gegnum árin hefur Guðbrandur Árni haldið fjölda námskeiða, bæði á Íslandi og í Danmörku.

(2) Í þessu erindi verður fjallað um evrópskt samstarfsverkefni um geðheilsu og vellíðan (Joint Action for Mental Health and Well-being) og það starf sem fram hefur farið innan sérstaks vinnuhóps innan verkefnisins um geðrækt í skólum. Sérstakt markmið í þessu tilliti er að auka samstarf mennta-, félagsmála- og heilbrigðisgeirans í þátttökulöndunum. Frumniðurstöður verða kynntar á greiningu sem gerð hefur verið í þátttökulöndum á samvinnu milli mennta-, félags- og heilbrigðiskerfis í tengslum við geðrækt og geðheilsuforvarnir meðal barna og unglinga.

(3) Um Cath Coucill: Cath working life began as a children’s nurse in the North West of England then trained as a public health nurse to work with the local community in an early intervention and prevention role. Cath worked in a community health team, in an area with high levels of deprivation and child protection for 15 years. In 2005 Cath began managing a parenting service, a partnership model of working delivering evidence-based parenting interventions directly to families in the community. The role also involved training over 5000 members of the Lancashire Children Young People and Families workforce: including health staff, police, social care, school and higher education and voluntary organisations along with foster and adoption services. Since 2009 Cath has been in a joint funded post with Lancashire Care Foundation Trust NHS and Lancashire County Council, taking a lead on parenting and workforce development. Developing and implementing a parenting strategy for Lancashire that is underpinned by the Solihull Approach. Motivated by making a positive difference to the children and young people of Lancashire through skilling up the workforce is Cath’s second most important and rewarding job – after parenting her three teenagers!

 

Þátttökugjald (kr. 5000)  greiðist á reikning Arionbanka nr. 0334-26-5129 kt. 551292-2239

(vinsamlegast sendið staðfestingu á fmb@landspitali.is)