Styrktarsjóður BHM

Ljósmæðrafélag Íslands hefur, eins og öll önnur aðildarfélög BHM, aðild að Styrktarsjóði BHM.

Í hann má m.a. sækja um styrk í formi dagpeninga vegna ólaunaðrar fjarveru frá vinnu, styrk vegna andláts sjóðfélaga (útfararstyrkur), styrk vegna útlagðs kostnaðar vegna meðferðar á líkama og sál (v. sjúkraþjálfunar, iðjuþjálfunar, sjúkranudds, meðferðar hjá kírópraktor, sálfræðiþjónustu, hjúkrunarmeðferðar, félagsráðgjafar ofl.), styrk vegna dvalar á dvalar- eða heilsustofnun að læknisráði, líkamsræktarstyrk, styrk vegna gleraugnakaupa og augnaðgerða, styrk vegna heyrnartækjakaupa, styrk vegna tannviðgerða, styrk vegna meðferðar á glasafrjóvgunardeild, styrk vegna krabbameinsleitar, ferðastyrk vegna ættleiðingar, og styrk vegna starfstengdra áfalla eða óvæntra starfsloka.

Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna hér.