Skýrslur

07.10.2010

Könnun á umfangi heimaþjónustu ljósmæðra

Ljósmæðrafélag Íslands stóð fyrir könnun á tímabilinu júní – júlí 2010, þar sem markmiðið var að kanna umfang heimaþjónustu ljósmæðra. Könnunin byggðist á framvikri skráningu upplýsinga þar sem ljósmæður fylltu út sérhönnuð eyðublöð til gagnaöflunar. Þær breytur sem aflað var náðu til ýmissa þátta er varða skipulag og umfang þjónustunnar.

06.10.2010

Barneignarþjónusta á Íslandi 2010 - uppbygging og framtíðarsýn á breytingatímum

Miklar breytingar hafa orðið á barneignarþjónustu á Íslandi síðustu áratugi. Stærstu breytingarnar eru stytting sængurlegu á stofnunum þar sem um það bil 80% sængurkvenna þiggja heimaþjónustu ljósmæðra. Fæðingarstöðum hefur fækkað, heilsugæslan hefur í auknum mæli komið að meðgönguvernd og sinnir nú allri meðgönguvernd heilbrigðra kvenna en sjúkrahús nú eingöngu áhættumeðgönguvernd. Ýmis þjónustuform hafa verið þróuð þar sem áhersla er lögð á samfellda þjónustu ljósmæðra við konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu, í fæðingu, í sængurlegu og í mörgum tilvikum ung- og smábarnavernd. Þess ber einnig að geta að heimafæðingum hefur fjölgað síðasta áratuginn, úr 0,1-0,2% fæðinga á árunum 1984-1998 í tæplega 2% fæðinga á landsvísu árið 2009.