Alþjóðlegur dagur ljósmæðra 5. maí

Alþjóðlegur dagur ljósmæðra 5. maí

Í dag 5. maí er alþjóðlegur dagur ljósmæðra. Yfirskrift dagsins í ár eins og undanfarin ár leggur áherslu á mikilvæga þjónustu ljósmæðra ,,Midwife-led care is the most appropriate model of care". Ótal rannsóknir hafa sýnt það að samfelld þjónusta ljósmæðra gefi besta og öruggustu útkomu fyrir barnshafandi fjölskyldur og börn þeirra.  Það er barátta hér á landi sem annars staðar að fá að starfa í kerfi sem gefur tækifæri á samfelldri þjónustu. Þetta er ekki eingöngu hagsmunamál ljósmæðra, heldur samfélagsins alls. Samfelld þjónusta ljósmæðra er öruggara og ódýrara kerfi fyrir alla.