Yfirlýsing vegna dóms í USA

Yfirlýsing vegna dóms í USA

Ljósmæðrafélag Íslands ásamt yfir 170 öðrum samtökum er láta sig heilbrigðismál varða frá yfir 50 löndum taka þátt í sameiginlegri yfirlýsingu sem hvetur ríkisstjórnir til að verja aðgengi kvenna að öruggum og faglegum fóstureyðingum. Þessi yfirlýsing er send í kjölfar niðurstöðu hæstaréttar USA sem snéri við niðurstöðu Roe v Wade dómsins í máli ,,Dobbs v. Jackson Women's Health Organization“. Yfirlýsinguna má finna hér.

 

Ljósmæðrafélag Íslands styður aðgengi kvenna að öruggum og faglegum fóstureyðingum og þar með sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama. Lög er varða fóstureyðingar sem byggja ekki á faglegum grunni, skapa hættulegt umhverfi fyrir konur og slæmt starfsumhverfi fyrir heilbrigðisstarfsfólk .

#RoeVsWade

#AbortionIsHealthcare