2020 ár ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga

2020 ár ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga

Nú styttist í áramót og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur tileinkað hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum árið 2020. Þá eru 200 ár liðin frá fæðingu Florence Nightingale og með þessu vill Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vekja athygli á því hversu mikilvægu hlutverki og ljósmæður og hjúkrunarfræðingar gegna í heilbrigðiskerfinu. Stofnunin hefur þegar hvatt þjóðir heimsins til að fjárfesta betur í hjúkrun, hámarka framlag þessara tveggja stétta (sem saman eru oft um helmingur vinnuafls í heilbrigðisgeiranum) og tryggja þannig öllu fólki rétt til heilbrigðisþjónustu án tillits til efnahags þeirra.


Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og Ljósmæðrafélag Íslands hafa af þessu tilefni hafið samstarf og ætla að vekja saman athygli á árinu 2020. Fjölbreyttir viðburðir verða í boði á árinu 2020 og hvetja félögin félagsmenn sína til að fjölmenna á þá og nýta árið vel að til að undirstrika mikilvægi þessara heilbrigðisstétta.

LMFÍ óskar öllum ljósmæðrum, fjölskyldum þeirra, hjúkrunarfræðingum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og hlökkum til samstarfs á árinu 2020.