Af kjaramálum

Af kjaramálum

Það er öllum ljóst að kjaraviðræður ganga mjög hægt. Það hefur þó verið sá framgangur að starf í vaktavinnuhópi er hafið á ný. Hópurinn er nú með aðeins breyttu sniði þar sem að fulltrúar frá Reykjavíkurborg og Samtökum sveitarfélaga hafa bæst í hópinn. Hópnum er ætla að útfæra eitthvað af þeim hugmyndum sem kynntar voru fyrir talsmönnum SNR og bandalaga í haust. LMFÍ er nú í bandalagi með 10 öðrum BHM félögum í samningaviðræðum, og í vaktavinnuhópi eru öll stóru bandalögun með fulltrúa. ASÍ, BSRB, BHM, Fíh og svo eru fulltrúi frá SNR, og eins og áður var sagt frá borg og sveit. Fulltrúi LMFÍ er í hópnum fyrir hönd BHM.