Stöndum vörð um fæðingar í Keflavik

Stöndum vörð um fæðingar í Keflavik

Ástandið á fæðingavakt HSS er alvarlegt um þessar mundir vegna mikillar vöntunar á ljósmæðrum. Ef ekki gengur að fá ljósmæður til starfa blasir við að loka þurfi deildinni amk. um nætur. Einungis eru 4 ljósmæður  að störfum í augnablikinu og gefur það augaleið að þær eru að niðurlotum komnar. Ef einhver/einhverjar ljósmæður sjá sér fært að koma fæðingadeildinni í Keflavík til hjálpar hafið samband við Ingibjörgu netfang ingibjorgf@hss.is