Fálkaorðan

Fálkaorðan

Í dag 17. júní 2019 voru tvær ljósmæður sæmdar riddarakrossi fyrir störf sín. Það voru þær Hildur Kristjánsdóttir ljósmóðir og dósent við Háskóla Íslands, sem hlaut riddarakross fyrir störf í þágu ljósmæðra og skjólstæðinga þeirra og Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir ljósmóðir og hjúkrunarstjóri, Kirkjubæjarklaustri hlaut riddarakross fyrir framlag til heilbrigðis- og björgunarstarfa í heimabyggð. Eru þær báðar mjög vel að þessari viðurkenningu komnar. Ljósmæðrafélag Íslands óskar þeim innilega til hamingju.