Stjórnarfundur NJF á Íslandi

Stjórnarfundur NJF á Íslandi

Þann 30. apríl og 1. maí var haldinn stjórnarfundur Norðurlandasamtaka ljósmæðra. Fulltrúar allra landa mættu til fundarins. Að þessu sinni var nýr forseti samtakanna kosinn en Hildur Kristjánsdóttir sem verið hefur forseti samtakanna s.l. 12 ár lætur nú af störfum. Lillian Bondo formaður danska ljósmæðrafélagsins var kosinn eftirmaður Hildar. Stjórn NJF hefur sent frá sér yfirlýsingu hana má sjá hér 
Einnig var haldinn stjórnarfundur Evrópudeildar ICM þar sem tæplega 50 fulltrúar mættu. Er það í fyrsta sinn sem fundur á vegum ICM er haldinn hérlendis.