Upplýsingasöfnun fyrir ljósmæðratal 2019

Upplýsingasöfnun fyrir ljósmæðratal 2019

Ýtið á eftirfarandi link til að komast inn í formið til upplýsingasöfnunar

Upplýsingasöfnun fyrir ljósmæðratal 2019

Til að geta sent inn upplýsingarnar verðið þið að hafa gmail tölvupóstfang, ef þið eruð ekki með það þá getið þið stofnað eitt slíkt á gmail.com einingis til að nota í þessum tilgangi og svo eytt því eftir að upplýsingarnar eru komnar inn.

Gott er að hafa eftirfarandi upplýsingar áður en fyllt er út í formið. Stjörnumerktar upplýsingar verður að fylla inn. Annað eru valfrjálsar upplýsingar. Ef þið ákveðið að senda ekki inn upplýsingar verður einungis birt nafn þess sem hefur ljósmæðraleyfi.

ATH! Persónusupplýsingar eins og kennitala, sími og tölvupóstfang verður ekki birt í ljósmæðratalinu heldur einungis notað til að geta haft samband við viðkomandi til að fara yfir upplýsingnar eftir þörfum. Aðrar upplýsingar sem þið gefið upp verða birtar í talinu.

Ath! að fá leyfi hjá ættingjum að birta megi upplýsingar um þau í þessu tali og hvaða upplýsingar birtast.

Spurt er um eftirfarandi:

*Tölvupóstfang

*Fullt nafn

*Fæðingardagur og ár

Kennitala

*Fæðingarstaður

Fullt nafn foreldra, fæðingardagur þeirra og ár, dánardagur og ár, aðalstarf þeirra og hvar unnið.

Nöfn móður og föðurforeldra (starf og fleira ef vill)

Hvenær lokið prófí hjúkrunarfræði og hvar.

*Hvenær lokið prófi í ljósmóðurfræði og hvar.

Annað nám.

*Ljósmóðurstörf, hvar unnin og á hvaða tíma á hverjum stað

Hjúkrunarstörf og önnur störf ef vill.

Félags- og nefndarstörf, svo og viðukenningar

Rit og fræðastörf.

Hjónaband/sambúð, giftingardagur og ár, nafn/nöfn maka, fæðingardagur og ár, dánardagur og ár. Aðalstarf maka, hvar unnið.

Nöfn foreldra maka og starf ef vill.

Börn, fæðingardagur og ár, dánardagur og ár, (starf, búseta ofl. ef vill)

Ættartengsl við ljósmæður og/eða ljósfeður. Gott að hafa nr þeirra í síðasta tali, ef er ekki í síðasta tali þá gefa upp fullt nafn til að hægt sé að tengja við nr þeirra í nýja talinu.

Númer þitt í síðast ljósmæðratali

Passamynd eða mynd í góðri upplausn      ATH mynd þarf að vera í a.m.k. 300 punkta upplausn og vera á "jpeg" formi

Hvernig eintak af bókinni þú vilt panta

Athugasemdir, fyrirspurnir og breytingar sendist á netfangið ljosmaedratal@gmail.com