Lög, samningar og leiðbeiningar

Heimaþjónusta ljósmæðra í sængurlegu og aðstoð við heimafæðingar er skjólstæðingum að kostnaðarlausu.  Sjúkratryggingar Íslands greiða ljósmæðrum fyrir þessi störf samkvæmt samningi Sjúkratrygginga Íslands við ljósmæður.


Rammasamingur Sjúkratrygginga Íslands og ljósmæðra

Nýr rammasamningur ljósmæðra við Sjúkratryggingar Íslands um greiðslur vegna heimaþjónustu, gildir frá 1.janúar 2015


Ljósmæður sem vilja starfa við heimaþjonustu þurfa að skila inn eftirfarandi til Sjúkratrygginga Íslands:

  1. Tilkynning um rekstur frá Landlæknisembættinu
  2. Staðfestingu á tryggingum frá tryggingarfélagi
  3. Umsókn um aðild að rammasamningi Ljósmæðrafélags Íslands og Sjúkratrygginga Íslands


Fæði kona í heimahúsi, á hún rétt á sjúkradagpeningum frá Sjúkratryggingum Íslands. Umsókareyðublað og hvað þarf að fylgja má finna á heimasíðu sjúkratrygginga

 
Landlæknisembættið hefur gefið út faglegar leiðbeiningar um heimaþjónustu ljósmæðra og faglegar lágmarkskröfur heimaþjónustuljósmæðra, endurskoðuð útgáfa faglegara leiðbeininga kom út í apríl 2014.
Ljósmæður sem ætla að hefja rekstur þurfa að tilkynna það til landlæknis
 
 
 
 
 
Á vef Sjúkratrygginga Íslands má finna þau eyðublöð sem ljósmæður þurfa á að halda við skráningu í heimaþjónustu.
 
 
uppfært 15. september 2014/SDH