Aðalfundur 2024

Aðalfundur 2024

Aðalfundur LMFÍ 14. mars 2024 kl. 17 að Borgartúni 6, 4.hæð. 

Gögn fundarins eru eftirfarandi : Skýrsla og ársreikningur 

Dagskrá 

1) Setning fundar og kosning fundarstjóra og fundarritara
2) Skýrsla stjórnar
3) Reikningar félagsins lagðir fram
4) Fjárhagsáætlun næsta árs kynnt
5) Lagabreytinga
6) Skýrslur nefnda/deilda
7) Kosningar stjórnar
8) Kosning skoðunarmanna reikninga
9) Kosning í nefndir og til trúnaðarstarfa
10) Önnur mál

Að loknum aðalfundarstörfum mun Eva Þórdís Ebenezersdóttir doktorsnemi í þjóðfræði flytja fyrirlesturinn: 
Meðganga, fæðing og fyrsta ár: siðir, venjur og hjátrú.


Frá sjónarhóli þjóðfræðinnar er meðgangan, fæðingin og í raun einnig fyrsta ár barnsins jaðartími í lífi þeirra sem að koma. Jaðartími er gróskumikill jarðvegur fyrir þjóðfræðiefni og eru hefðir og venjur, siðir og hjátrú ríkulegur þáttur á þessum tíma. Á meðan tíminn og siðirnir eru sannarlega tímabundin í lífi fjölskyldna er þessi sami tími, hversdagslegur vinnutími ljósmæðra. Með aukinni fjölmenningu og margbreytilegra þjóðfélagi verða siðir, venjur og hjátrú sífellt flóknari hluti af starfsvettvangi ljósmæðra. Í erindin mun Eva Þórdís varpa þjóðfræðilegu ljósi á hvaða tilgangi siðir, venjur og hjátrú gegna á meðgöngu, í fæðingu og á fyrstu mánuðum í lífi barns.

Eva Þórdís hefur í námi sínu við HÍ rannsakað meðal annars birtingarmyndir og skilning á fötlun í íslenskri meðgönguhjátrú sem var að einhverju leiti ríkjandi um aldamótin 1900.