Gynzone á Íslandi

Gynzone á Íslandi

Þann 16. okt. n.k. verður námskeið um pudental deyfingar á vegum LMFÍ. Það er Sara Kindberg frá Gynzone sem mörgum er að góðu kunn sem verður með þessa spennandi fræðslu um hvernig hægt er að leggja deyfinguna utan frá. Hægt er að nota þetta hvar sem er segja danskir fæðingalæknar t.d. í heimahúsi. Einnig verður hún þann 17. okt. með masterclass í saumaskap en þetta námskeið hefur notið mikilla vinsælda. Skráning og frekari upplýsingar á formadur@ljosmodir.is.