Lokanir á fæðingadeild í Keflavík

Lokanir á fæðingadeild í Keflavík

Nú er komin upp sú grafalvarlega staða að loka þarf fæðingadeildinni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Keflavik á næturnar frá kl. 24-08 á virkum dögum og frá kl. 20-08 um helgar. Þessi staða er komin upp vegna vöntunar á ljósmæðrum. Undanfarið hafa mjög fáar ljósmæður borið starfssemina uppi og nú er svo komið að þær anna ekki lengur að halda uppi fullri sólarhringsþjónustu. Vonast er til þess að hægt verði að opna að nýju eftir tvær vikur. Þessi staða skapar mikið óhagræði fyrir konur á Suðurnesjum og eykur álag á fæðingavakt Landspítala sem þó var ærið fyrir.