Ljósmæðrafélag Íslands harmar aðgerðir Landspitala.

Ljósmæðrafélag Íslands harmar aðgerðir Landspitala.

Fréttir hafa borist af því að framkvæmdastjórn Landspitala ætli að hætta að greiða ljósmæðrum vaktaálagsauka frá og með 1. september 2019. Vaktaálagsauki var settur inn til að reyna að bæta mönnun utan dagvinnu og fólst í því að ljósmæður sem unnu ákveðinn fjölda tíma utan dagvinnu fengu greitt 5% álag á heildarlaun. Ástæða þess að þessu er hætt núna er slæm fjárhagsstaða spítalans. Síðasta greiðsla vaktaálagsauka kemur því til greiðslu 1. nóv. næstkomandi.  Það eru mikil vonbrigði að innlegg Landspítala í kjaraviðræður skuli vera með þessum hætti. Skerðing á kjörum með nær engum fyrirvara í miðjum viðræðum er ekki til annars fallin en að auka á þann vanda sem fyrir er. LMFÍ lýsir yfir mikilli óánægju með þessi vinnubrögð.