Kjaraviðræður

Kjaraviðræður

Kjaraviðræður eru nú hafnar að nýju eftir sumarleyfi og hafa verið haldnir 3 fundir og er annar fyrirhugaður á morgun. Hægur gangur er í viðræðum en farið er eftir viðræðuáætlun sem samþykkt var fyrir sumarfrí.  Félög innan BHM eru í samfloti að þessu sinni. Það sem er helst sérstakt fyrir Ljósmæðrafélag Íslands ásamt öðrum vaktavinnuhópum er það að starfshópur skipaður fulltrúum frá BHM, BSRB, Fíh. ASÍ og SNR er að vinna að heildarendurskoðun vaktavinnukaflans og mun sá hópur skila tillögum nú í byrjun september.