Ályktun í kjölfar aðalfundar Ljósmæðrafélags Íslands

Ályktun í kjölfar aðalfundar Ljósmæðrafélags Íslands

Ályktun í kjölfar aðalfundar Ljósmæðrafélags Íslands laugardaginn 20. apríl 2013.

Á undanförnum 16 árum hefur fæðingarstöðum á landinu fækkað úr sextán í átta. Þessi þróun hefur m.a komið til vegna skorts á stefnumótun í fæðingarþjónustu og er mikið áhyggjuefni. Konur þurfa oft á tíðum um langan veg að fara á næsta fæðingarstað. Þróunin sýnir að hætta er á enn frekari fækkun fæðingarstaða á landsbyggðinni. Mikið álag er á fjölskylduna að fara úr sínu umhverfi skömmu fyrir fæðingu, þegar tíminn ætti miklu heldur að snúast um andlegan undirbúning og hreiðurgerð.

Ljósmæðrafélag Íslands kallar eftir skýrri stefnumótun í fæðingarþjónustu þar sem hagur barnshafandi kvenna og fjölskyldna þeirra er höfð að leiðarljósi, óháð búsetu.

F.h. stjórnar Ljósmæðrafélags Íslands

Steina Þórey Ragnarsdóttir og Esther Ósk Ármannsdóttir